Brauðbollur - bestu bollur sem ég hef gert
Saumo :: Uppskriftir
Blaðsíða 1 af 1
Brauðbollur - bestu bollur sem ég hef gert
Ég veit þið eruð útivinnandi með fullt af börnum en kannski viljið þið fá þessa uppskrift. Fjölskyldunni í Starengi finnst þessar brauðbollur mjög góðar.
Mig langar að deila með ykkur uppskrift sem ég bakaði í morgun (hefði betur sleppt en mig langaði svo í nýtt brauð).
Þessar brauðbollur eru í hollari kantinum. Uppskriftin birtist í Fréttablaðinu í byrjun nóv eða lok okt og ég reif uppskriftina úr blaðinu. Hrafnhildi Tryggvadóttur (sem smá grein var um)finnst gott að eiga brauðbollur í frystinum.
Ég breytti aðeins til og deili með ykkur uppskriftinni eins og ég gerði hana.
2 dl léttmjólk
3 dl vatn (ég setti um 2,5 dl af sjóðandi vatni og 0,5 dl af köldu)
2 msk olía
3 tsk þurrger eða eitt lítið bréf
140 gr kotasæla
2 tsk hrásykur (ég notaði strásykur)
1/4 tsk salt
30 gr sólblómafræ
2 tsk kúmen (mig langaði ekki í kúmen bollur þannig að ég sleppti kúmeninu)
100 gr haframjöl
20 gr hveitiklíð
600 gr hveiti + 40 gr til hnoðunar
Hitið mjólk, vatn og olíu að 37°C (notaði heitt vatn). Bætið gerinum sykri og salti út í.
Bætið svo kotasælunni og þurrefnunum út í og hrærið með sleif.
Þegar deigið er orðið hæfilega þétt og losnar frá skálarbörnum er breitt yfir það og látið lyfta sér í um 30 mín (ég var með hnoðskál frá Tupperware sem kom sér vel). Hnoðið 40 gr af hveiti upp í deigið og búið til bollur 90 til 100 gr hver. Eftir 30 mín hristi ég skálina með hægri hendi en hélt líka í skálina með vinstri hendi með 40 gr af hveiti.
Ég gerði 19 bollur en næst ætla ég að gera 20. Mér finnst best að taka deigið í tvennt og búa til lengju úr því og skera síðan 10 bita úr hverri lengju fyrir sig.
Í lokin penslaði ég með eggi (ekki í upprunanlegri uppskrift) og dýfði henni í fimmkorna blöndu (frekar hart). Næst ætla ég að dýfa hverri bollu í sólblómafræ, sesamfræ eða hörfræ. Með því að dýfa bollunum í fræblöndu þá verða milklu meiri fræ á hverri bollu heldur en þegar maður stráir yfir.
Ef þið gerið þessa uppskrift þá vona ég að þetta flækist ekki fyrir ykkur.
P.s. hefði betur sleppt því að gera þessa uppskrift því ég er orðin slæm í öxlinni. Sennilega röð atvika, Ester byrjaði að gubba í nótt (tvisvar) og Kristján var að vinna í nótt. Hann hélt það kæmi sér vel því venjulegast sefur Ester á nóttunni. Síðan sá ég um Ester í morgun og álpaðist til að baka þessar annars æðislegu brauðbollur. En eins og þið sögðuð við mig í gær, Elín taktu því rólega, hefði betur gert það. Ætli ég þurfi ekki að taka Parkódín og byrja á æfingum.
Mig langar að deila með ykkur uppskrift sem ég bakaði í morgun (hefði betur sleppt en mig langaði svo í nýtt brauð).
Þessar brauðbollur eru í hollari kantinum. Uppskriftin birtist í Fréttablaðinu í byrjun nóv eða lok okt og ég reif uppskriftina úr blaðinu. Hrafnhildi Tryggvadóttur (sem smá grein var um)finnst gott að eiga brauðbollur í frystinum.
Ég breytti aðeins til og deili með ykkur uppskriftinni eins og ég gerði hana.
2 dl léttmjólk
3 dl vatn (ég setti um 2,5 dl af sjóðandi vatni og 0,5 dl af köldu)
2 msk olía
3 tsk þurrger eða eitt lítið bréf
140 gr kotasæla
2 tsk hrásykur (ég notaði strásykur)
1/4 tsk salt
30 gr sólblómafræ
2 tsk kúmen (mig langaði ekki í kúmen bollur þannig að ég sleppti kúmeninu)
100 gr haframjöl
20 gr hveitiklíð
600 gr hveiti + 40 gr til hnoðunar
Hitið mjólk, vatn og olíu að 37°C (notaði heitt vatn). Bætið gerinum sykri og salti út í.
Bætið svo kotasælunni og þurrefnunum út í og hrærið með sleif.
Þegar deigið er orðið hæfilega þétt og losnar frá skálarbörnum er breitt yfir það og látið lyfta sér í um 30 mín (ég var með hnoðskál frá Tupperware sem kom sér vel). Hnoðið 40 gr af hveiti upp í deigið og búið til bollur 90 til 100 gr hver. Eftir 30 mín hristi ég skálina með hægri hendi en hélt líka í skálina með vinstri hendi með 40 gr af hveiti.
Ég gerði 19 bollur en næst ætla ég að gera 20. Mér finnst best að taka deigið í tvennt og búa til lengju úr því og skera síðan 10 bita úr hverri lengju fyrir sig.
Í lokin penslaði ég með eggi (ekki í upprunanlegri uppskrift) og dýfði henni í fimmkorna blöndu (frekar hart). Næst ætla ég að dýfa hverri bollu í sólblómafræ, sesamfræ eða hörfræ. Með því að dýfa bollunum í fræblöndu þá verða milklu meiri fræ á hverri bollu heldur en þegar maður stráir yfir.
Ef þið gerið þessa uppskrift þá vona ég að þetta flækist ekki fyrir ykkur.
P.s. hefði betur sleppt því að gera þessa uppskrift því ég er orðin slæm í öxlinni. Sennilega röð atvika, Ester byrjaði að gubba í nótt (tvisvar) og Kristján var að vinna í nótt. Hann hélt það kæmi sér vel því venjulegast sefur Ester á nóttunni. Síðan sá ég um Ester í morgun og álpaðist til að baka þessar annars æðislegu brauðbollur. En eins og þið sögðuð við mig í gær, Elín taktu því rólega, hefði betur gert það. Ætli ég þurfi ekki að taka Parkódín og byrja á æfingum.
Saumo :: Uppskriftir
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum